Gígjan Lógó
 
Skođanakönnun
Hvađa rödd syngur ţú í ţínum kór?


31.10.2017 - Tónleikar á degi íslenskrar tungu

Kvennakór Hafnarfjarðar heldur tónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20:00. Gestir tónleikanna verða Kór Öldutúnsskóla og Brynhildur Auðbjargardóttir, stjórnandi kórsins.

Tónleikarnir fara fram á degi íslenskrar tungu og bera yfirskriftina Ástkæra, ylhýra. Á efnisskránni verða íslensk þjóðlög ásamt lögum eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og fleiri íslensk tónskáld. Sem dæmi um ljóðahöfunda má nefna Halldór Laxness, Davíð Stefánsson, Olgu Guðrúnu Árnadóttur og Káin. Í stuttu máli má segja að yrkisefnið í ljóðunum sem kórinn flytur séu bernskan, lífið og tilveran.

Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir og píanóleikari er Antonía Hevesi. Stjórnandi Kórs Öldutúnsskóla er Brynhildur Auðbjargardóttir.

Miðasala á tónleikana fer fram hjá kórkonum og við innganginn og er miðaverð 2.500 kr. Einnig má senda tölvupóst á kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com eða skilaboð á Facebook síðu kórsins. Ókeypis er fyrir börn 12 ára og yngri. Ekkert hlé verður á tónleikunum en boðið verður upp á kaffi og konfekt að þeim loknum.

« Til baka

Kíktu á okkur á Facebook