Heiðursviðurkenning á landsmóti 2011
- Margrét Pálmadóttir

Margrét Pálmadóttir hefur unnið við áratuga uppbyggingarstarf í þágu kvennakóra. Upphafið að stofnun fjölda kvennakóra var að hún stofnaði kórskóla kvenna innan vébanda Kramhússins og rak hann þar í tvö ár. Þá strax varð til vísir að öflugu starfi kvennakóra landsins. Hún stofnaði Kvennakór Reykjavíkur sem varð fljótlega að öflugri kvennahreyfingu fjölbreytts tónlistarstarfs með konum á öllum aldri. Kórskóli, Senjórítur, Skemmtikór, Gospelsystur sem nú heita Cantabile og ýmis önnur starfsemi varð til í kringum þetta starf. Árið 2000 stofnaði Margrét í félagi við aðra sönghús kvenna, Domus Vox, við Laugaveg í Reykjavík, sem sameinar undir einu þaki söngskóla og kórastarfsemi. Undir merkjum Domus Vox starfa nú tveir kvennakórar, Vox feminae og Cantabile ásamt Stúlknakór Reykjavíkur.

Margrét Pálmadóttir þakkaði Gígjunni kærlega fyrir þennan heiður sem henni var sýndur með þessari viðurkenningu.