Stöð 2 og Sagafilm leita að kórum til að koma fram í annarri þáttaröð Kóra Íslands sem sýnd verður í beinni útsendingu á Stöð 2 í haust. Útsendingarnar fara fram í Reykjavík og 16 kórar munu syngja til sigurs um titilinn Kór Íslands. Ef kórinn þinn telur fleiri en 8 meðlimi og allir orðnir 16 ára er ekki eftir neinu að bíða. Kórarnir flytja lögin við undirleik að eigin vali sem miðast við eitt hljóðfæri eða án undirleiks (acapella).
Við leitum að kórum hvaðanæva af landinu og af öllum stærðum og gerðum. Þetta er frábært tækifæri fyrir kóra til að vekja á sér athygli og efla starfið og ferðasjóðinn!
Í kórnum eru um 50 hressar konur. Í honum þrífst metnaðarfullt og skemmtilegt söngstarf og er stefnt að því að þannig verði það áfram.
Umsókn um starfið ásamt ferilskrá skal senda á netfangið kvennakorkopavogs@gmail.com, fyrir 20. maí 2018. Reynsla af kórstjórn er nauðsynleg.
Upplýsingar um kórinn er að finna á Facebook síðu kórsins ( https://www.facebook.com/Kvennakor-Kopavogs-187481172374/ ) en einnig má kalla eftir upplýsingum á ofangreindu netfangi og hjá formanni kórsins, Sigríði Tryggvadóttur, í síma 8467915.
Kvennakór Akureyrar heldur vortónleika sína á mæðradag, 13. maí 2018 í Akureyrarkirkju kl 14:00.
Tónlistin er einstaklega ljúf og notaleg, með áherslu á sjöunda áratug síðustu aldar.
Kórinn býður tónleikagestum í veglegt kökuhlaðborð í safnaðarheimilinu að tónleikum loknum.
Miðaverð er kr. 4000,- en ókeypis er fyrir 15 ára og yngri. Enginn posi.
Stjórnandi er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Helga Bryndís Magnúsdóttirleikur á píanó og Ave Sillaots leikur á harmonikku.
Eldri fréttir
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Skrýtið og skemmtilegt - Heklurnar