Freyjukórinn heldur tónleika með kaffihúsaívafi fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:30 í Logalandi. Ásamt kórnum mun Sirkus Ísland stíga á stokk með sín frábæru sirkusatriði. Að vanda verður lagaval fjölbreytt undir styrkri stjórn Viðars Guðmundssonar. Undirleikarar eru Borgfirðingarnir Birgir Þórisson á píanó, Ingi Björn Róbertsson á trommur og Skagamaðurinn Sigurþór Þorgilsson á bassa. Einsöngur er í höndum Barböru Guðbjartsdóttur.
Miðaverð er kr. 3.000 og er innifalið í því kræsingar af hlaðborði. Húsið opnar kl. 20:00 og hefjast tónleikarnir kl. 20:30.
Kvennakór Hafnarfjarðar heldur vortónleika í Hásölum fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00. Tónleikarnir bera yfirskriftina Blærinn faðmar bæinn sem er tilvitnun í hið fallega ljóð Böðvars Guðmundssonar, Fylgd, en leiðir jafnframt huga kórkvenna að heimabæ kórsins, Hafnarfirði. Dagskrá tónleikanna er fjölbreytt og sett saman af metnaði. Flutt verða lög af ýmsu tagi víða að úr heiminum og mun kórinn syngja söngleikja- og kvikmyndatónlist í bland við hefðbundnari kórverk. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir en hljóðfæraleikarar á tónleikunum verða Antonía Hevesi sem leikur á píanó, Jóhann Hjörleifsson á slagverk og Jón Rafnsson á bassa. Einsöngvarar á tónleikunum verða úr röðum kórkvenna. Miðar verða seldir hjá kórkonum og við innganginn. Miðaverð er 2.500 kr. og er frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Tónleikagestum verður boðið upp á kaffi og konfekt í tónleikahléi.
Laugardaginn 7. apríl verða haldnir tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þar sem 3 kvennakórar koma saman og syngja.
Kvennakórinn Sóldís stendur fyrir þessum viðburði og bauð 4 kvennakórum af Norðurlandi þátttöku, en 2 þeirra komust ekki á þessum tíma.
Ef vel tekst til er ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði og munu kórarnir skiptast á að vera gestgjafar.
Kórarnir sem koma fram eru Kvennakórinn Sóldís, Kvennakórinn Embla og Kvennakór Akureyrar og hefjast tónleikarnir kl. 16:00.
Kvennakór Akureyrar og Kammerkórinn Ísold ásamt hljómsveit halda jólatónleika sína fimmtudaginn 14. desember.
Kórarnir flytja fjölbreytta og skemmtilega dagskrá jólalaga og stjórnandi beggja kóranna er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Miðaverð er kr. 3000,- en ókeypis fyrir börn undir 14 ára.
Einungis er tekið við peningum, því enginn posi er á staðnum.
Eldri fréttir
-
Landsmóti frestað til 2023
-
Verklagsreglur um æfingafyrirkomulag á tímum samkomutakmarkana fyrir kvennakóra innan Gígjunnar
-
Landsmót Gígjunnar haldið 16-18 sept 2021
-
Landsmóti Gígjunnar frestað
-
Þorravaka Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólakveðja
-
Jólatónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar
-
Aðventutónleikar Kvennakórs Garðabæjar
-
Jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Jólatónleikar Léttsveitarinnar
-
Kvenna megin
-
Aðalfundur Gígjunnar 2019
-
Mæðradagstónleikar Kvennakórs Akureyrar
-
Dívur – vortónleikar Kvennakórs Suðurnesja
-
Vortónleikar Kvennakórs Kópavogs
-
Skrýtið og skemmtilegt - Heklurnar